Samvinna milli skólastiga

Samvinna milli skólastiga

Nú styttist í annan enda á farsælum skólaheimsóknum skólahóps Leikholts. Við unnum að fjölbreyttum verkefnum á stöðvum með þemað risaeðlur á haustönn og víkinga nú á vorönn. Áhersla var á samskipti og vináttu, eldri nemendur tóku vel á móti þeim yngri og sýndu þeim skipulagið, skólann og starfsfólkið.  Við hlökkum til að fá þessa skemmtilegu og duglegu nemendur til okkar í skólann í haust.