Samstarf við Flúðaskóla

Samstarf við Flúðaskóla

Nemendur sveitarfélagsins, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í 8.-10. bekk sækja Flúðaskóla. Skólaakstur er  úr sveitarfélaginu að morgni og heim í lok dags. Reynt er að skipuleggja skólaakstur þannig að skólabílar nýtist bæði Þjórsárskóla og Flúðaskóla. Skólareglur Þjórsárskóla gilda í skólabílum.

Yfirmaður skólabílstjóra er skólastjóri og hann skipuleggur skólaakstur í samráði við þá sem málið varðar. Skólastjóri leggur fram áætlun í upphafi skólaárs vegna reglubundins aksturs þar sem fram kemur lýsing á akstursleið, upplýsingar um fjölda farþega, vegalengd, áætlaðar tímasetningar og fjöldi akstursdaga á skólaárinu.

Annar tilfallandi akstur s.s. vegna félagsstarfs skóla, tómstundastarfa eða aksturs með nemendur sérdeildar eða Fjölbrautaskóla Suðurlands er skipulagður af sömu aðilum í samráði við skólabílstjóra. Bílstjóri metur sjálfur hvenær akstur fellur niður vegna ófærðar eða veðurs. Hann tilkynnir skólastjóra slíka ákvörðun og skólastjóri lætur nemendur vita. 

Skólabílstjóri af Skeiðunum er Aðalsteinn Guðmundsson sími: 894-4062

Skólabílstjóri úr Gnúpverjahlutanum er Valdimar Jóhannsson sími: 848-1620

Skeiða- og Gnúpverjahreppur sinnir öllum akstri í tengslum við félagslíf eldri nemenda á Flúðum. Þegar það er opið hús er akstur frá þéttbýliskjörnunum Árnesi og Brautarholti og að Flúðaskóla og sömu leið heim að lokinni skemmtun. Foreldrar sjá um nemendur að og frá Brautarholti og Árnesi.

Þegar diskótek eða böll eru hjá eldri nemendum er ekki ekið á viðburðinn. Hins vegar er öllum nemendum ekið heim á hlað að lokinni skemmtun. Foreldrar aka á ballið.

Skólastjórar Flúðaskóla og Þjórsárskóla funda a.m.k. tvisvar á vetri um sameiginleg málefni skólanna.

Fulltrúi úr skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps situr í skólanefnd Flúðaskóla. 

 Vefsíða Flúðaskóla