Safnaferð hjá 5.-7.bekk
Nemendur í 5.-7. bekk fóru í skemmtilega Safnaferð mánudaginn 19. nóvember. Byrjað var á því að skoða Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi en Elinborg tók á móti okkur þar og fræddi okkur um afleiðingar jarðskjálfta og hvernig við eigum að bregðast við þeim. Síðan lá leiðinn í Hveragerði þar sem við skoðuðum Listasafn Árnesinga en þar stendur yfir sýning er nefnist TÓMIÐ, Horfin verk Kristins Péturssonar. Safnstjóri Listasafnsins Inga Jónsdóttir sagði okkur ýmislegt athyglisvert um ævi hans og störf. Í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sáum við ýmislegt fróðlegt um jarðskjálfta til dæmis má sjá jarðskjálftasprungu í gegnum gler á gólfinu. Að lokum fórum við í pizzahlaðborð á Hoflandssetrinu.