Rusladagur
Í gær komu starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu og kynntu fyrir nemendum skólans væntanlega flokkun sorps. Flokkað verður í þrjár tunnur og veittist nemendum það auðvelt, enda eru þeir vanir ákveðinni flokkun í skólanum nú þegar. Nemendur fengu líka að sjá myndband af því hvernig fernur og pappír er endurunninn frá Íslenska gámafélaginu. Í framhaldinu var byrjað á veggspjöldum sem verða þrjár tunnur, brún, græn og grá, með rusli í til að festa flokkunina myndrænt áður en heimilin taka þátt 1. október n.k.