Réttarþema

Réttarþema

rettaþemaÞað hefur verið mikið fjör í skólanum síðustu daga. Hér hefur verið flatkökubakstur með þvílíkum ilmi. Krakkarnir hafa verið úti á stétt við baksturinn og ekki annað að sjá en þau skemmti sér konunglega. Annar hópur var að gera teiknimyndasögur um réttir, fjallferðir og fleira í anda þemavikunnar. Þar hafa komið fram margar skemmtilegar sögur sem verða til sýnis. Þriðji hópurinn litaði ullargarn með náttúrlegum aðferðum. Litað var með rauðkáli, mosa og birkilaufum. Mörg litaafbrigði komu fram og munu nemendur nota garnið við útsaum á næstu vikum. Útsaumsverkin verða einnig sett á þemasýninguna. Þemasýningin verðu á foreldradeginum í september. Þann dag geta foreldrar komið og skoðað útsaumsverk nemenda, lesið teiknimyndasögur og gætt sér á flatkökum með kaffinu. Þá er líka upplagt að taka vini og ættingja með í skólann og gefa þeim tækifæri á að skoða sýninguna í ró og næði á meðan foreldri og barn ræða við kennara um starfið í vetur. Þetta hefur verið viðburðarík og skemmtileg vika.

Hér má skoða myndir frá vinnu nemenda.