skólavistun

Boðið er upp á skólavistun til kl. 16:00 þríðjudaga – fimmtudaga þá daga sem kennsla er. Mánudaga er tomstundastarf frá kl. 12:00, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14:30. Vistunarstaður er Þjórsárskóli, Árnesi. Ekki er nauðsynlegt að nemendur séu vistaðir alla dagana og hægt er að semja um tímalengd. Þurfi foreldri að lengja vistunartímann í einstök skipti þarf að greiða fyrir það aukalega.
í skólavistun eru nemendur í frjálsum leik úti og inni eftir aðstæðum hverju sinni. Svæði skólavistunar í Þjórsárskóla er í kennslustofa 1.-2. bekkjar og einnig eru önnur svæði skólans s.s. eldhús og opin rými notuð.
Hámarksfjöldi í vistun þ.e. nemenda í 1. – 4. bekk er 10.

Símanúmer skólans er 486-6000.

Starfsmaður skólavistunar er Bryndís Baldursdóttir gsm sími: 869-1112


Reglur um skólavistun

1. Boðið er upp á skólavistun til kl. 16:00 mánudag – fimmtudags, þá daga sem kennsla er. Vistunarstaður er Þjórsárskóli, Árnesi. Ekki er nauðsynlegt að nemendur séu vistaðir alla dagana og hægt er að semja um tímalengd. Þurfi foreldri að lengja vistunartímann í einstök skipti þarf að greiða fyrir það aukalega sbr. verðskrá.

2. Hámarksfjöldi einstaklinga í vistun þ.e. nemenda í 1. – 4. bekk er 10.

3. Einn starfsmaður starfar við vistunina ásamt skólastjóra sem sinnir umsjón. Nemendur fá síðdegishressingu.

4. Til þess að starfsemin geti þrifist þurfa að vera a.m.k. þrír nemendur í vistun.

5. Nái fjöldi nemenda ekki tíu er heimilt að taka nemendur inn dag og dag í aukavistun. Jafnframt geta þeir sem eru með börn sín í vistun ákveðinn tíma lengt daginn vegna sérstakra ástæðna eða bætt öðrum við gegn aukagreiðslu.

 

6. Boðið verður upp á skólaakstur í Brautarholt um kl. 16 þá daga sem vistun er ef þrir eða fleiri nemendur þiggja akstur.

 

7. Taxti – skólavistunar.

Kostnaður pr. klst. er kr. 326

Síðdegishressing  kr.93.-

Ef beðið er um aukavistun kostar klst. 400.- og náðarkorterið kr. 600.-.

Taxti fylgir breytingum á gjaldskrá sveitarfélagsins.

Systkinaafsláttur: Yngsta barn greiði fullt gjald, 25% af öðru barni 50% af því þriðja. Einstæðir foreldrar fái 25% afslátt af vistunargjaldi.

8. Sækja þarf um breytingar á vistunartíma með minnst 30 daga fyrirvara.

 

Ef eitthvað óvænt kemur upp á og ekki næst í skólastjóra skal nýta símanúmer starfsmanns.

Gjaldskrá 2020

Breytingar samþykkt í skólanefnd 6.12.2017