Rafmagnsverkefni

smidi-nyskopun Í febrúar fóru nemendur 5. – 6. bekkjar í vettvangsferð í Búrfell. Landsvirkjun tók vel á móti nemendum. Úrvinnsla ferðarinnar í nýsköpun og smíði er núna í gangi. Rafvirki úr Búrfelli kom í skólann og kenndi nemendum að tina saman díóður og vír og tengja við rafhlöðu. Áður höfðu nemendur sagað út form í plast eða við og borað göt fyrir díóðurnar. Leiðsögn fagmans er mikilvæg fyrir skólann og nemendur í þessu verkefni. Það er ánægjulegt þegar fyrirtæki í nærumhverfi eru þátttakendur í skólastarfinu.

Eldri fréttir