„Við erum frábær“ 1.-2.bekkur

"Við erum frábær" 1.-2.bekkur

1 2 3 4
Nú á vordögum höfum við verið að vinna með fjölbreytt viðfangsefni í 1.-2. bekk samhliða hefðbundnu námsefni. Við höfum nýlokið við heildstætt verkefni úr sögunni Blómin á þakinu, þar sem tengdar voru saman margar námsgreinar. Í ritun erum við að æfa okkur að skrifa sögur og frásagnir og notum til þess orðaskjóður og hugarkort.  Þá höfum við nýlokið við vináttuverkefnið: „Við erum frábær“ sem við hengdum upp á vegg í skólanum. Hver og einn gerði bakgrunn sem lýsti uppáhaldslitunum hans og sjálfsmynd, sem sett var ofan á. Síðan skrifuðu þeir eitt atriði um sig sjálfa og settu við myndina sína. Ofsalega flinkir krakkar, bæði í að hrósa sjálfum sér og öðrum.

Í smíði erum við að æfa okkur í að pússa og negla nagla og í heimilisfræði erum við að baka kökur, nesti til þess að taka með okkur þegar við förum í göngutúr heim til Árdísar núna í maí. Hún hefur boðið okkur að koma og skoða nýfæddu lömbin.