Öskudagurinn

Á öskudag var kennt til hádegis, en strax eftir hádegismat fóru nemendur í salinn í Árnesi og voru málaðir sem vildu. Grímuballið var án Jóns í Gósen en spiluð var tónlist af disk sem 7. bekkur tók þátt í að velja. Tunnurnar í ár voru svo sterkar að þó nokkurn tíma tók að ná kettinum úr þeim. Það teygðist því á samkomunni, en þegar tunnurnar voru að lokum tæmdar var sælgæti og gos í boði oskudagagur-myndforeldrafélagsins áður en yngri hópurinn hélt heim á leið. Eldri nemendur fengu að skemmta sér svolítið áfram áður en þau héldu til kennslu aftur. Grímuballið tókst vel með fjölbreyttum búningum og allir voru ánægðir í lok dags þó Jóns væri sárt saknað. 

Eldri fréttir 

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]