Niðurstöður samræmdra prófa 2009.
Við í Þjórsárskóla erum nokkuð ánægð með árangur nemenda okkar á samræmdum könnunarprófum í haust. Fyrstu tölur sýna að skólinn er yfir landsmeðaltali í íslensku bæði í 4. og 7. bekk og einnig er 7. bekkur yfir landsmeðaltali í stærðfræði. Þar er 4. bekkur þó undir landsmeðaltali. Ekki er hægt að gefa út tölur fyrir 7. bekk vegna þess að nemendafjöldi nær ekki 11 en kennarar munu skoða árangurinn og stöðuna hjá hverjum og einum og taka mið af því í kennslunni í vetur.
Niðurstöður hjá 4. bekk má gefa út þar sem þau voru 12 sem tóku prófin. Heildareinkunn í 4. bekk í íslensku var 6,1 á meðan landsmeðaltal er 6,0. Það er nokkuð ljóst að það þarf að efla stafsetningu og ritun í 4. bekk en hlustun og lestur er góður hjá þeim. Í stærðfræði er meðaltalið 5,6 en landsmeðtaltal 6,1. Hópurinn er undir í öllum þáttum og þessa dagana er verið að skoða vel prófið sjálft til að meta hvað þarf að styrkja sérstaklega hjá hverjum og einum.
Það er ánægjulegt að niðurstöður hafi borist svo hægt sé að taka tillit til þeirra í kennslu vetrarins.