Nefndir og ráð
Nú er búið að kjósa nýja umhverfisnefnd við skólann. Í henni sitja Ágúst Guðnason, Stefanía Katrín Einarsdóttir, Díana Ösp Davíðsdóttir og Hekla Salóme Magnúsdóttir. Nefndin starfar undir stjórn Bolette eins og undanfarin ár. Margt liggur fyrir nefndinni, þar ber hæst gerð fræðsluefnis um flokkun á sorpi. Myndin hér er af umhverfisnefnd skólans.
Í síðustu viku var kosið í stjórn nemendafélag Þjórsárskóla. Aðalfulltrúar eru Andrea Ýr Úlfhéðinsdóttir, Hugrún Embla Sigurðardóttir og Dýrfinna Arnardóttir og til vara eru Gylfi Dagur Leifsson, Rakel Georgsdóttir og Díana Davíðsdóttir.
Á foreldrafundi 21. september var fulltrúi foreldra í skólanefnd kosinn. Helga Kolbeinsdóttir mun sitja f.h. foreldra og varamaður hennar er Lára B. Jónsdóttir.