Menntalestin – Leiklistarsmiðja

Menntalestin - Leiklistarsmiðja


Hugmyndin með menntalestinni er að sjá til þess að áhugaverð verkefni og fræðsla verði í boði í skólum á Suðurlandi og þannig verði stuðlað að  betri aðgangi að fræðslu, aukinni sköpun og skólaþróun í takt við þarfir og áherslur í  nýrri aðalnámskrá.

Í mars var boðið upp á leiklistarsmiðju fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Það var Björk Jakobsdóttir, leikkona sem stýrði smiðjunni en áherslan var á sjálfsöryggi og skapandi hugsun og höfðu allir bæði gagn og gaman af.