Langur dagur yngri nemenda
Yngri nemendur voru langan dag í skólanum í þessum mánuði til að ná tilkskildum skóladögum á árinu. Kennt var samkvæmt stundatöflu fyrir hádegi. Svo var dagurinn hafður ,,öðruvísi“ til að efla fjölbreytni. Skipt var í þrjá hópa. Einn hópur var að baka og undirbúa kaffitíma, annar hópur útbjó leikmynd og persónur í skuggaleikhús og sá þriðji undirbjó spurningar og þrautir í anda útsvars. Hver hópur bauð upp á sitt, þannig var hressing í boði fyrsta hóps, leiksýning í boði annars og spurningakeppni í boði þriðja. Nemendur skemmtu sér vel og var mikið fjör. Í lok dags var bíósýning með poppi og gosi. Þrátt fyrir að skóladegi lyki ekki fyrr en kl. 18:00 þá vildu sumir verða eftir og fara í skólavistun.