Jóla-jóla

Jóla-jóla

skrautÍ dag eru nemendur að vinna þvert á aldur við ýmis verkefni tengd jólum. Það eru útbúnar jólagjafir, jólaskreytingar, kort og fleira í tengslum við jólin. Allar hefðbundnar námsbækur liggja kyrrar í tösku eða heima í dag. Á morgun, miðvikudag, verður boðið upp á heitt kakó og smákökur sem nemendur hafa bakað í heimilisfræði. Þá eiga líka allir að vera búnir að skila inn pökkum fyrir litlu jólin á föstudag. Á fimmtudag verður jólamatur hjá Stínu í mötuneytinu og á föstudag verða litlu jólin. Á litlu jólin er mæting að morgni eins og venjulega. Nemendur mega hafa með sér smákökur og gos til að borða í samverustund bekkjarins. Það er engin útivera þennan dag og því óhætt að mæta í fínum fötum. Það verður dansað í kringum jólatréð í salnum og þá munu eldri nemendur leiða sönginn með Stefáni. Heimferð verður kl. 11:00.