Innkaupalisti

Innkaupalisti

Innkaupalisti fyrir 1. – 4. bekk haustið 2012

Það reynist mörgum erfitt að halda utan um dótið sitt í skólanum og oft fer mikill tími í að leita að blýanti og strokleðri. Þetta truflar kennslu alltof oft. Því viljum við benda á að nauðsynlegt er að vera með gott pennaveski þar sem hver hlutur á sinn stað. Það sem þarf að vera í pennaveskinu á hverjum einasta degi er eftirfarandi:  blýantar, gott strokleður, yddari, reglustika og trélitir. Auk þess þurfa allir að hafa límstifti og skæri. Allt þetta þarf að vera rækilega merkt.

Annað sem þarf að vera til staðar:

2 stílabækur, stærð A4 (ekki gorma)

1 reikningshefti, stærð A4 (ekki gorma og ekki of litlar rúður)

1 plastmappa fyrir götuð blöð

Harðspjaldamappa fyrir götuð blöð, stærð A4.

3. og 4. bekkur þarf að hafa 2 venjulegar (A5) stílabækur

1. og 2. bekkur : Sögubókin mín, stærð A4

Við vekjum athygli á því að margir nemendur eiga lítið nýttar stílabækur og reikningshefti og að sjálfsögðu má nýta slíkt áfram.

Innkaupalisti fyrir 5.-7. bekk

Harðspjaldamappa – þynnri gerð með 4 götum

1 teygjumappa

2-3 plastmöppur

1 A4 gormastílabók

2 A5 stílabækur

1 A4 reikningshefti með litlum rúðum

Nýtið eldri bækur sem ekki eru fullskrifaðar og möppur sem þið eigið frá því í fyrra, til dæmis Vandamála möppurnar.

Gott er að kaupa einlitar og ódýrar stilabækur .

Í pennaveski þarf að vera:

Blýantar, strokleður, reglustika, gráðubogi, penni, yddari, trélitir og vasareiknir með kvaðrarót (?) og prósentur(%)