Innkaup 2013-2014

Innkaup 2013-2014

1.- 2. Bekkur – Hildur Lilja

Nokkrir breiðir þrístrendir blýantar, t.d. Faber-Castell.

Gott strokleður (t.d. svarta strokleðrið)

Stórt og gott límstifti

Yddari, helst með boxi til að taka við yddi

Góðir þrístrendir trélitir, t.d. Lyra

Skæri

Teygjumappa til að hafa í tösku

2 stk. A4 stílabók, 1 rauð og 1 græn. Með venjulegu línubili og án gorma.

Pennaveskin þurfa að vera þannig að hægt sé að raða litum, blýöntum og öðrum hlutum svo að hver hafi sinn stað. Nemendur ættu einungis að nota eitt pennaveski. Með því móti gengur nemendum betur að halda utan um eigur sínar og þar af leiðandi líklegra að þeir týni þeim síður.

3.- 4. Bekkur – Árdís

A4 reikningsbók, rauða fyrir 3. bekk og bláa fyrir 4. bekk (ekki gorma!)

Í pennaveskinu þarf ávallt að vera: góðir blýantar með mjúku blýi eða blýpenni  (með mjúku blýi) sé blýpenni notaður þarf viðeigandi blý að vera til staðar. Góður yddari (lokaður), strokleður, límstifti og reglustika.

Annað sem þarf vera í skólatöskunni er: 2 stk A4 stílabækur, ekki með gormum, 2 stk A5 (venjulegar) stílabækur, 1 stk A4 mappa með hörðum spjöldum og helst tveimur götum, 1 stk teygjumappa, skæri og trélitir.

Ég vek athygli á að börn sem voru í 3. bekk í vetur (f. 2004) eiga flest harðspjaldamöppu í skólanum og margir eiga þar einnig ónotaðar A5 stílabækur. Mikilvægt er að allt, sem börnin hafa með sér í skólann, sé vel merkt.

 

5.- 7. Bekkur – Kjartan

1 teygjumappa

6 plastmöppur í litum með glærri forsíðu ( Leitz)

1 A4 gormastílabók

2 A5 stílabækur

1 A4 reikningshefti með litlum rúðum

 

Nýtum eldri bækur sem ekki eru fullskrifaðar og möppur sem þið eigið frá í fyrra.

Gott að kaupa einlitar og ódýrar stílabækur

 

Í pennaveski þarf að vera:

Blýantar, strokleður, reglustika, gráðubogi, penni, yddari, trélitir, hringfari og vasareiknir með kvaðratrót  og prósentur