Þriðjudagur 19. nóvember - Skólaráðsfundur kl. 15:15

Miðvikudagur 20. nóvember - SIgríður hjúkrunarfræðingur hér

Fimmtudagur 21. nóvember - Skólahópur Leikholts með 1. og 2. bekk

 

Við héldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan fimmtudaginn 14. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður Þórarni Eldjárn. Flutt voru vísur og kvæði og að lokum var söngur undir stjórn Guðmundar Pálssonar.

Í haust fengu nemendur danskennslu frá Silju Þorsteinsdóttur í 10 vikur. Þemað var Michael Jackson.  Það er búið að vera gaman að fylgjast með áhuga nemenda á dansinum og sýndu þeir afraksturinn á flottri danssýningu þennan dag.   

Jól í skókassa – Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst er til þess að heimili endurnýti fatnað og leikföng sem til eru heima fyrir en kaupi ekki allt nýtt. Gjafirnar fara til Úkraínu og er dreift á munaðarleysingjahæli, barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

 

Þriðjudagur 12. nóvember - Starfsdagur kennara. Nemendur í fríi. 

Fimmtudagur 14. nóvember - Hátíð í Árnesi í tilefni Dags íslenskrar tungu. Hefst kl. 13. Allir velkomnir. 

 

Þriðjudaginn 5. nóv: Brautarholtssund hjá 6.-7. bekk

Miðvikudaginn 6. nóv. Tónlistarskóli Árnessyslu kemur í 1.-2. bekk

Fimmtudaginn 7. nóv. Skáklotan byrja.

föstudaginn 8. nóv. baráttudagur gegn einelti.