Sund og íþróttir - Kennsla samkvæmt stundaskrá

Á fimmtudaginn tekur kennsla í nýsköpun við af dansinum. Lilja Loftsdóttir kennir nýsköpun. 

 

Fimmtudagur 19. nóvember - Síðasti danstíminn hjá Silju. 

Ný reglugerð vegna Covid er væntanleg. Við sendum ykkur fréttir um leið og þær berast. 

VIð vitum núna að grímuskyldan fellur niður og það má kenna íþróttir frá og með miðvikudeginum 18. nóvember. 

 Þriðjudagur 10. nóvember - Starfsdagur, ekki skóli hjá nemendum. 

 

Í tilefni að degi íslenskrar tungu sem var á mánudaginn æfðu nemendur í 1.- 4. bekk sig í að koma fram og lesa upp texta. Ekki var hægt að bjóða foreldrum í skólann og því var brugðið á það ráð að taka upp myndband og senda á foreldra.

Nemendur í 1. og 2. bekk völdu sögu sem þau höfðu búið til í haust og lásu hana upp. Þeir aðstoðuðu síðan við að senda upplesturinn á foreldra sína.

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu með Þjóðsögu, lærður línurnar sínar utan af og fluttu hana síðan. Flutningur nemenda var tekinn upp og settur á heimasíðu bekkjarins.

 

8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Mánudaginn 9. nóvember byrjuðum við á fræðslu um forvarnir gegn einelti, fórum yfir eineltishringinn og ræddum um það hvað hver og einn getur gert í skólasamfélaginu til þess að stuðla að betri líðan hjá sér og öðrum. Þennan dag fórum við að stað með „Vinaveggi“. Hengd voru upp í allar stofur skreytt umslög, mismunandi útfærsla eftir bekkjum. Fram að jólum ætlum við að leggja okkur fram við að hrósa hvert öðru og skrifa jákvæð skilaboð sem síðan eru sett í umslögin. Hægt er að senda á milli bekkja og starfsfólk tekur líka þátt í verkefninu.