Heilsueflandi dagur 2012
Miðvikudaginn, 25.apríl var þemavinna í tengslum við heilsueflandi grunnskóla. Eftir áramót hefur áhersla verið lögð á næringu, tannheilsu og hreinlæti. Þemavinnan byrjaði eftir morgunkaffið, rétt upp úr tíu. Kennarar skólans sýndu nemendum tvö stutt kennslumyndbönd frá Lýðheilsustöð um tannhirðu og hollt mataræði upp í sal. Að því loknu var nemendum skipt niður í pör, einn úr yngri bekkjunum og einn úr eldri bekkjunum saman. Pörunum var svo skipt niður í fjóra hópa til að vinna í verkefni um fæðuhringinn. Nemendur bjuggu til stóran fæðuhring og teiknuðu og lituðu næringarflokkana inn í hann, klipptu út og límdu inn í hringinn. Á meðan nemendur unnu við verkefnið ræddu kennarar við þau um hollt mataræði, góða tannhirðu og almennt hreinlæti. Verkefnið og samstarf nemenda gekk mjög vel og var fæðuhringurinn vel unnin af vandvirkni og alúð.