Grænfáninn

Í tengslum við Grænfánaverkefnið er starfandi umhverfisnefnd skipuð ngraenfanimyndemendum úr 4. til 7. bekk. Í nefndinni sitja Hinrik, Andrea, Stefanía og Díana ásamt Bolette sem er verkefnisstjóri. Nefndin kemur saman einu sinni í viku og vinnur að tillögugerð um úrbætur um hvaðeina er lýtur að umhverfi skólans. Að frumkvæði hennar hefur m.a. verið komið upp skilti þar sem hvatt er til góðrar umgengni við sparkvöllinn og komið fyrir sorptunnu til að auðvelda fólki að losna við rusl.  Á síðasta fundi nefndarinnar var hafin vinna við tillögugerð að fyrirkomulagi á útisvæði nemenda.