Góð gjöf frá Kvenfélögunum okkar
Kvenfélögin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi styrkja ungmenni með gjöf á upptökubúnaði
Kvenfélag Skeiðahrepps og Kvenfélag Gnúpverja hafa sameinast um að styrkja félagsmiðstöðina Ztart og Þjórsárskóla með veglegri gjöf sem felur í sér hljóðupptökubúnað, myndbandsupptökuvél og viðeigandi búnað að andvirði 360.000. Gjöfin er liður í því að efla skapandi starf barna og ungmenna í sveitarfélaginu og skapa þeim betri aðstæður til að þróa hæfileika sína.
Tækjabúnaðurinn mun nýtast bæði í félagsmiðstöðinni og í skólastarfi Þjórsárskóla, þar sem nemendur fá nú tækifæri til að vinna með hljóð og mynd á faglegan hátt með fullkomnum búnaði. Meðal verkefna sem þegar eru í undirbúningi er árshátið Þjórsárskóla en að auki verður hægt að vinna tónlist, taka upp hlaðvörp og búa til stuttar og langar kvikmyndir eða þætti.
Elvar Már Svansson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Ztart, segir gjöfina koma að góðum notum:
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan styrk. Hann gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreyttari og tæknivæddari verkefni sem höfða til ungmenna og hjálpa þeim að tjá sig á eigin forsendum.“
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan styrk. Hann gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreyttari og tæknivæddari verkefni sem höfða til ungmenna og hjálpa þeim að tjá sig á eigin forsendum.“
Guðmundur Finnbogason, skólastjóri Þjórsárskóla, tekur undir og segir gjöfina vera mikilvægt skref í að efla menntun og sköpun innan skólans:
„Þetta er frábært framtak sem mun nýtast nemendum í fjölbreyttum verkefnum. Það er dýrmætt að geta boðið þeim upp á tækifæri til að læra í gegnum sköpun og samvinnu. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að finna stuðning í samfélaginu við það mikilvæga verkefni sem félagsmiðstöðin og skólinn eru að sinna.“

„Þetta er frábært framtak sem mun nýtast nemendum í fjölbreyttum verkefnum. Það er dýrmætt að geta boðið þeim upp á tækifæri til að læra í gegnum sköpun og samvinnu. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að finna stuðning í samfélaginu við það mikilvæga verkefni sem félagsmiðstöðin og skólinn eru að sinna.“
Kvenfélögin í hreppnum hafa lengi verið virkur þátttakandi í samfélagsmálum og lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði íbúa. Með þessari gjöf sýna þau enn á ný samhug og framtíðarsýn, þar sem áhersla er lögð á að styðja við unga fólkið og skapa þeim jákvæð og uppbyggileg tækifæri.
Gjöfin hefur þegar vakið mikla ánægju meðal nemenda og starfsfólks, og ljóst er að hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið til framtíðar.
Á meðfylgjandi mynd eru þær Sigríður Björk Gylfadóttir, formaður Kvenfélags Gnúpverja og Lára Bergljót Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Skeiðahrepps ásamt Sylvíu Karen Heimisdóttur, sveitarstjóra Skeiða og Gnúpverjahrepps, Vilborgu Ástráðsdóttur, formanni Skólanefndar Skeiða og Gnúpverjahrepps og þeim Guðmundi Finnbogasyni, skólastjóra Þjórsárskóla og Elvari Má Svanssyni, forstöðumanni fél

Einng má sjá nokkra af nemendum Þjórsárskóla sem hjálpuðu til við að prófa búnaðinn.
