Foreldrafundur

Foreldrafundur

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn í dag. Það voru foreldrar 27 barna skólans sem mættu á fundinn. Nýja stjórn foreldrafélagsins skipa núna

Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Norðurgarði, Sigurður Unnar Sigurðsson, Skarði, Benedikt Hjörvar Ingvarsson, Hlemmiskeiði, Ragnheiður Eggertsdóttir, Skeiðháholti, Dorothee Katrin Lubecki, Löngumýri. Til vara eru Halla Sigríður Bjarnadóttir, Hæli,  Marie Louise Fogh Schougaard, Ásólfsstöðum. Skólinn þakkar fráfarandi fulltrúum í stjórn foreldrafélagsins fyrir samstarfið á undanförnum árum og býður nýja fulltrúa velkomna til samstarfs.
Sömu fulltrúar eru áfram í skólaráði, þ.e. Ann-Lisette Winter, Borgarkoti, Birkir Þrastarson, Hæli og til vara eru Jóna Sif Leifsdóttir, Hlemmiskeiði og Svala Bjarnadóttir, Fjalli.
Fulltrúi foreldra í skólanefnd er Jóhanna Valgeirsdóttir, Brautarholti og Dorothee er til vara og er þeim óskað velfarnaðar í störfum með nefndinni. Það var auðvelt að fá fólk til að gefa kost á sér í hin ýmsu embætti og er það skemmtilegt þegar þannig tekst til. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir skólann þegar foreldrar eru áhugasamir og viljugir í slíkt, því það styrkir skólann í heild að hafa foreldra með í starfinu.