Dagur gegn einelti 8. nóvember
Allir dagar í Þjórsárskóla eiga að vera dagar án eineltis. Dagurinn í dag var tileinkaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni af þessum degi þá unnum við öll saman verkefni undir yfirskriftinni virðing og vinátta. Byrjað var á því að safnast saman í salinn þar sem við fengum fræðslu og leikþætti um einelti frá starfsfólki. Eftir það fórum við í stofurnar í paravinnu. Eldri nemendur unnu með yngri nemendum . og bjuggu þeir til persónur og skrifuðu síðan jákvætt um hvorn annan á stjörnur. Verkið hangir nú uppi til sýnis í holinu.