Árshátíðin okkar
Föstudaginn 29. apríl var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Indverskar þjóðsögur og ævintýri Kiplings. Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið og leikstýrði.
Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig æfð daglega.
Árshátíðin er skemmtilegt uppbrot á skólastarfi þar sem allir leggja sitt að mörkum og vinna saman. Við erum stolt af duglegu og hæfileikaríku nemendunum okkar sem lögðu sig fram og stóðu sig með stakri prýði.