Afmæli skólans

Afmæli skólans

Það var líf og fjör á afmælisdegi skólans í vikunni. Nemendur skólans tóku virkan þátt í að skipuleggja daginn og ákveðið var að hafa opið hús og mynda kaffihúsastemmningu. Yngri nemendur voru með poppvél og sælgæti og eldri buðu upp á smákökur og ávexti. Einnig voru tertur í boði sem vöktu mikla lukku. Byrjað var á því að bjóða gestum á danssýningu sem var afrakstur danskennslunar hjá Silju í vetur. Þá var farið yfir í skólann þar sem sýning var í kennslustofunum á sögu skólanna.