Ævintýrin enn gerast – Árshátíð Þjórsárskóla

Ævintýrin enn gerast - Árshátíð Þjórsárskóla

árshátíðÁrshátíð 2

Föstudaginn 16. mars var árshátíð Þjórsárskóla. Dagurinn gekk vel og allir stóðu sig prýðilega. Um morguninn kom rúta með nemendum úr Flúðaskóla á loka æfinguna okkar. Um kvöldið var svo frumsýningin.  Yngstu nemendur skólans í 1.-2. bekk léku leikrit um Búkollu, nemendur  í 3.- 4. bekk léku söguna um Dansinn í Hruna. Nemendur í 5.-7.bekk léku leikritin:  Allt var betra í gamla daga, Ýsa var það heillin, Gilitrutt, Gissur á Botnum,  Sálin hans Jóns míns, Átján barna faðir í Álfheimum og Álagahvammurinn. Að auki tóku allir nemendur þátt í:  söng á milli atriða, hönnun búninga, leikmunagerð, sviðsmynd og mála myndir úr sögunum sem prýddu salinn. Efnilegir krakkar hér á ferð.  
Fullt af skemmtilegum myndum má sjá frá árshátíðinni undir flipanum „myndir“.