Aðdragandi jóla
Það er margs konar uppbrot hjá okkur á aðventunni sem byrjaði með aðventuhátíð sunnudaginn 3.desember. Þá stóð sóknarnefnd hreppsins fyrir skemmtun sem nemendur tóku þátt í með leik og söng. Þann 12.desember var síðan jólahringekja þar sem unnið var með alls konar efnivið jólaföndur. Fimmtudaginn í þeirri viku fórum við svo í jólaskógarferð þar sem við fengum jólasvein í heimsókn, dönsuðum kringum jólatré og fórum í alls konar skemmtilega jólatengda leiki. Á mánudaginn verða síðan litlu jólin og í framhaldi af því jólafrí.
Starfsfólk Þjórsárskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu.
Fyrsti skóladagur hjá nemendum er síðan miðvikudaginn 3.janúar samkvæmt stundaskrá.