Skóli hefst mánudaginn 25. ágúst

Skóli hefst mánudaginn 25. ágúst

Skólasetning fór fram föstudaginn 22. ágúst þar sem að foreldrar og nemendur fengu kynningu á vetrinum og skoðuðu skólahúsnæðið eftir breytingar í sumar.

Mikil ánægja var með breytingarnar og augljóst að nemendur voru orðnir óþreyjufullir að komast í skólann.

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá næsta mánuag, þann 25. ágúst.

Farið verður í útilegu með alla nemendur skólans þann 28. til 29. ágúst. Frekari upplýsingar um hana berast til foreldra og nemenda í vikunni.

Starfsfólk þakkar því vaska liði sem stóð í breytingum í sumar fyrir vinnu sína og hlakkar til að hefja skólaárið af fullum krafti.