Gönguskíði
Þjórsárskóli eignaðist gönguskíði fyrir nemendur í haust í gegnum þróunarsjóð sveitarfélagsins í skólamálum. Keypt voru 10 skíði og 20 skíðaskór, allt ímismunandi stærðum svo hentaði öllum nemendum. Nú í vikunni kom svo tækifæri til að prófa græjurnar. Þriðjudagurinn var nýttur til að kenna öllum byrjunaratriðin. Þann dag fóru allir krakkar skólans og prófuðu að fara hringi á fótboltavellinum, í braut sem starfsmaður heilsueflandi sveitarfélags lét gera fyrir okkur. Síðan á þriðjudag hafa nemendur nýtt allar stundir úti á skíðum undir leiðsögn kennara í íþróttum og útinámi, enda aðstæður mjög góðar núna í kulda og snjó. Nemendur eru glaðir og hressir að fá þessa útrás og hreyfingu. Nemendur og starfsfólk Þjórsárskóla er einstaklega heppið að geta þetta.