Dagur gegn einelti
Þann 8. nóvember á Degi gegn einelti var farið yfir eineltishringinn og rætt við nemendur um samskipti. Áherslan hjá okkur þetta árið var á græna karlinn í eineltishringnum. Græni karlinn hjálpar og lætur vita ef hann tekur eftir einhverju óeðlilegu í samskiptum. Við bjuggum til stóran grænan karl upp á vegg þar sem nemendur skrifuðu styrkleika sína og félaga sinna. Eftir frímínútur endurvöktum við Vinaminni sem er lundur á skólalóðinni þangað sem nemendur geta farið ef þeim vantar vin að leika við í frímínútum. Einnig ætla allir að fylgjast með og ef þeir sjá einhvern í Vinaminni sem vantar vin, fara þá til hans og bjóða honum að vera með. Við ræddum um þetta og mynduðum hring utan um Vinaminni.