Skólabyrjun

Skólabyrjun

Skólasetning og námsefniskynningar voru á föstudaginn og komu margir foreldrar með börnunum sínum og kynntu sér starfið í vetur.

Fyrsti skóladagurinn gekk vel og nemendur komu glaðir og tilbúnir í starf vetrarins.

Á fimmtudaginn verður „Útilegan“. Við förum inn í skóg og vinnum í hópum allan daginn. Komið verður til baka seinnipartinn og við tekur dagskrá í skólanum og umhverfi hans fram á kvöld. Gist verður í skólanum og elsti hópurinn í tjöldum í kringum skólann.