Litla upplestrarkeppnin
21. apríl var Litla upplestrarhátíðin haldin og voru það nemendur í 4. bekk sem spreyttu sig á upplestri. Formlega hófst undirbúningstímabilið 16. nóvember en síðustu vikurnar fyrir hátíðina var allt kapp lagt í það að æfa upplesturinn sem mest. Einnig fengu þau að fylgjast með forkeppninni hjá 7. bekk 10. mars og lærðu mikið af því. Nemendur stóðu sig með eindæmum vel og eru þau mjög efnilegir upplesarar.