Dagur íslenskrar náttúru og Grænfáninn afhentur í níunda sinn
16.september er dagur íslenskrar náttúru og unnum við á miðstigi verkefni í tilefni dagsins sem þar sem nemendur sömdu sögur sem tengdust náttúrunni og nærumhverfi skólans. Sigurlaug Arnardóttir sérfræðingur frá landvernd kom til okkar þennan dag og fylgist með nemendum vinna verkefnið og aðstoðaði okkur með hugmyndir og úrvinnslu. Eftir sögugerð og morgunmat var grænfáninn afhentur í sal og fulltrúar nemenda, Vésteinn Loftsson og Emelía Karen Gunnþórsdóttir tóku við fánanum.