Breytingar á skólastarfi
Vegna aðstæðna í samfélaginu og samkomubanns getur skólastarfið ekki verið með sama hætti og áður. Við höfum sett niður skipulag fyrir vikuna og verður helmingur nemenda í skólanum í einu.
Þriðjudagur:
Nemendur verða í skólanum frá þessum bæjum/stöðum:
Ásólfstaðir, Hagi, Ásar, Laxárdalur, Steinsholt, Glóruhlið, Árneshverfi, Bjarkarlaut, Knarraholt, Hæll, Þrándarholt og Þrándarlundur
Miðvikudagur:
Nemendur verða í skólanum frá þessum bæjum/stöðium:
Brautarholt, Húsatóftir, Hlemmiskeið, Hraunbrún, Birnustaðir,Fjall,Skarð og Sandlækjakot.
Fimmtudagur: eins og þriðjudagur nema allir nemendur heim kl 12:00
Föstudagur: eins og miðvikudagur, allir nemendur heim kl 12:30
Stundataflan breytist. Við megum ekki kenna sund, íþróttir, smíði, textíl, heimilisfræði, tónmennt og myndmennt. Í staðinn erum við búin að búa til nýja stundatöflu. Nemendum verður kennt í tveimur hópum yngri og eldri og verður þeim haldið aðskildum yfir daginn. Þá verða t.d. frímínútur og hádegismatur ekki á sama tíma.
Mikilvægt:
- Nemendur þurfa að koma með pennaveski, blýant, stokleður og tréliti.
- Nemendur þurfa að hafa með sér nesti, þar sem ekki verður boðið upp á morgunmat. Nestið borða nemendur í stofunni sinni.
- Ef nemendur eru slappir eða með kvef eða flensueinkenni eiga þeir að vera heima.
- Skólabílar keyra nemendur heim við lok skóladags. Ekki er hægt að fara heim með öðrum.
- Foreldrar mega ekki koma inn í skólabygginguna á meðan á samkomubanni stendur.
Þá bendum við ykkur á eftirfarandi síður fyrir frekari upplýsingar
Landlæknir: Vefslóð: https://www.landlaeknir.is/
Upplýsingasíða um Covid: Vefslóð: https://www.covid.is/