Árshátíð Þjórsárskóla 2016 – Indjánar og Íslendingar „ ekkert fólk“.
Föstudaginn 11. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var hún helguð indjánum og landnemum.
Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var í aldursblönduðum hópum á stöðvum í viku fyrir árshátíðina. Stöðvarnar voru: búningagerð, höfuðskraut og skart, veggmyndir og sviðsmynd. Þá voru söngtextar og leikrit einnig æfð daglega.
Höfundur og leikstjóri: Halla Guðmundsdóttir
Kórstjóri: Helga Kolbeinsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Magnea Gunnarsdóttir
Hljóðfæraleikarar: Nemendur skólans
Á heimasíðu skólans má nú finna myndir frá undirbúningsvinnunni og árshátíðinni sjálfri.