Menningarferð til Reykjavíkur
Miðvikudaginn 12. febrúar fór allur skólinn í ferð til Reykjavíkur. Fyrst fórum við í Hörpu á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Spiluð var kvikmyndatónlist og kynnir var Gói og vakti þessi sýning mikla lukku meðal nemenda. Þá var ferðinni haldið niður í Laugardal, í Skautahöllina, þar sem borðaðar voru dýrindis pítsur og síðan farið á skauta. Vel heppnuð ferð og gaman að segja frá því að rútubílstjórinn hrósaði nemendum og skólanum fyrir gott skipulag og kurteisa og prúða nemendur. Fleiri myndir úr ferðinni má finna á heimasíðunni okkar.