Krakkafrjálsar

Krakkafrjálsar



Fimmtudaginn 31. október fóru allir nemendur í 1.-4. bekk að Laugarvatni og tóku þátt í Krakkafrjálsar sem fyrstu árs nemar í Háskóla Íslands á íþróttasviði stýrðu. Nemendum var skipt upp í þrjú lið, fengu sinn liðstjóra og völdu sér nafn á hópinn. Hóparnir hétu Stubbarnir, Gull og Dömurnar. Tveir nemendur tóku þátt í blönduðu liði. Mótið var vel skipulagt og börnunum fannst gaman. Okkar nemendur stóðu sig vel, voru stillt og prúð og til fyrirmyndar í alla staði. Verkefni eins og þetta fellur undir þróunarverkefnið Heilsueflandi grunnskóli.

Frétt um mótið og myndir má einnig finna á heimasíðu Íþróttafræðasetursins http://vefsetur.hi.is/laugarvatn/,

Árdís, Bente og Hilja