Sundmót Þjórsárskóla
Þriðjudaginn 14. febrúar var hið árlega sundmót skólans haldið í Brautarholtslaug. Nemendur úr 5.-7. bekk kepptu í bringusundi og skriðsundi í dásamlegu veðri.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í stúlkna og drengjaflokki. Óskum við þessu efnilega sundfólki til hamingju.
Stúlkur: Silfur – Ljósbrá Loftsdóttir 7. bekk Brons – Sigríður Lára Jónasdóttir 7. bekk
|
Drengir: Gull – Kolbeinn Loftsson 5. bekk Silfur – Jónas Ásólfur J. Schougaard 7. bekk Brons – Matthías Bjarnason 7. bekk |
Eftir sundmótið fengu allir keppendur að fara í fatasund og yngri nemendur að fara í laugina og leika sér. Myndir frá deginum hafa verið settar inn á sameignina.