Stóra upplestrarkeppnin
Í dag var lestrarkeppni innan skólans hjá nemendum í 7. bekk. Valdir voru tveir nemendur sem fara áfram sem fulltrúar skólans, í aðalkeppnina, sem verður í Aratungu á mánudaginn. Komið var saman á sal skólans og allir nemendur í 7. bekk komu í púlt og lásu upp kafla úr bók og tvö ljóð, sem þeir voru búnir að æfa. Nemendur lögðu sig fram og stóðu sig allir með mikilli prýði. Fulltrúar skólans þetta skólaárið eru Sigurlína Margrét Hermannsdóttir og Ljósbrá Loftsdóttir og varamenn eru Dísa Björk Birkisdóttir og Guðmundur Heiðar Ágústsson. Óskum við þeim innilega til hamingju. Dómarar voru Árdís Jónsdóttir og Björg Björnsdóttir.