Öskudagur
Við byrjuðum daginn með því að nemendur voru í bekkjunum sínum þar sem rætt var um búningana, teknar voru hópmyndir og fleira. Eftir morgunkaffi fórum við saman í Árnes þar sem Jón Bjarnason hélt uppi fjörinu á balli sem stóð fram að hádegi. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og börnin fengu prins póló og kakómjólk frá foreldrafélaginu. Allir nemendur og starfsmenn mættu í skrautlegum og skemmtilegum búningum og höfðu gaman saman þennan dag. Myndir hafa verið settar undir myndaflipann hér til vinstri á heimasíðunni.