Norræna skólahlaupið og íslenskuþema
Í síðustu viku fórum við inn í Þjórsárskóg og tókum þátt í Norræna skólahlaupinu. Það er greinilegt að nemendur í skólanum eru ofurhraustir en nemendur í 4.-7. bekk hlupu rúmlega 5 km. og nemendur í 1.-3. bekk hlupu 2x1km.
Eftir hlaupið fengum við okkur nesti og fórum síðan í leiki og verkefni sem tengd voru við íslensku.
Markmiðin með þeim voru t.d. að efla hljóðkerfisvitund, stafsetningu, orðaforða og máltilfinningu. Einnig að efla hreyfingu, samvinnu, félagsþroska og athyglisgáfu nemenda.
Ferðin gekk vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið okkur hliðhollt. Það rigndi mikið en allir voru klæddir eftir veðri.