Samfélagsfræði 5. – 7. bekkur
Síðan í janúar höfum við verið að vinna þemaverkefni um líf og ævi Leifs Heppna. Kennsluaðferðir hafa verið margar og lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni. Við höfum unnið verkefni tengd kennsluaðferðum Orð af orði, þar sem markmið er að auðga málumhverfið, efla orðvitund, orðaforða og lesskilning. Nemendur hafa einnig unnið verkefni í vinnubók sem þeir búa til sjálfir, fundið heimildir um viðfangsefni á vefnum og fengið tækifæri til þess að nýta styrkleika sína og myndsköpun til þess að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri.
Í síðustu viku unnu nemendur verkefni um rúnir, skoðuðu rúnastafrófið og ristu síðan sína heillarún á tré sem verður búin til lyklakippa úr. Í lok vikunnar fengum við síðan Hörpu til þess að segja okkur frá og sýna okkur vopn sem notuð voru á víkingatímabilinu. Allir fengu m.a. að skoða og prófa skjöld og sverð og fylgjasts með þegar skotið var úr boga.