Skógurinn og stærðfræðinám
Í dag fórum við inn í Þjórsárdal í útinám þar sem efniviður skógarins var notaður í stærðfræðiþrautir og leiki. Fyrst var farið í hópvinnu þar sem nemendur notuðu greinar og köngla til þess að búa til ýmis stærðfræðidæmi, rómverskar tölur, jákvæðar og náttúrulegar tölur og parís.
Í nestistímanum fengu allir kakó og samlokur í skýlinu okkar og eftir það var farið í ýmsa stærðfræði tengda hringleiki þar sem áhersla var lögð á hjálpsemi og samvinnu. Nemendur bjuggu t.d. til tölustafi með líkamanum, skiptu jafnt á milli og þjálfuðu hugtök eins og annar hver.
Það var gaman að sjá hvað allir nutu sín vel úti í náttúrunni og hvað stóru krakkarnir voru duglegir að taka að sér og aðstoða þau yngri.