Réttarvikan
Dagana 12. – 14. september unnu nemendur í 1.-7. bekk þemaverkefni um réttir. Búin voru til veggspjöld, sungin lög og kvæði og á miðvikudeginum var síðan endað á því að fara í gönguferð í Skaftholtsréttir. Þar fræddu Árdís og Kjartan nemendur um sögu réttanna í sveitinni, sungin voru lög, borðað nesti og farið var í leiki.