Útilega í Þjórsárdal
Árlega útilega skólans gekk vel og veðrið lét við okkur. Á fimmtudeginum voru settar upp tjaldbúðir og síðan var unnið í hópum. Yngri krakkarnir fóru í göngutúr, í stöðvavinnu og léku sér saman úti í náttúrunni. Eldri krakkarnir fóru í að hlúa að skóginum sínum, grisja, snyrta og enduðu síðan daginn á því að búa til skýli úr trjágreinum. Um kvöldið voru grillaðir sykurpúðar yfir opnum eldi og sungin nokkur lög. Margir foreldrar lögðu okkur lið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Nemendur stóðu sig einnig vel og voru skólanum okkar til mikils sóma.
Við höfum sett inn myndir úr útilegunni í myndasafnið okkar.