skólabyrjun
Nú styttist í skólabyrjun og hér kemur innkaupalistinn.
Innnkaupalisti fyrir 1. – 2. Bekk.
2. stk A4 stílabækur (ekki gorma)
Stóra Sögubókin mín. 1. stk fyrir 2. bekk og 2. stk fyrir 1. bekk
2 teygjumöppur
1 harðspjaldamappa
Í pennaveskinu þarf að vera allan veturinn:
2 blýantar, gott strokleður, yddari, límstifti, trélitir og reglustika.
Munið að merkja allt.
Innkaupalisti fyrir 3. og 4. bekk
Þegar skóla lauk í vor var ýmiss konar vinnubókum nemenda safnað saman og eru þær geymdar hér í skólanum. Nemendur 4. bekkjar eiga ókláraðar A4 stílabækur og sjálfsagt er að nota þær í samfélags- og náttúrufræði. Nemendur í 3. bekk þurfa að koma með tvær A4 stílabækur
Annað sem hafa þarf í skólann er:
2 A5 stílabækur, (ekki gorma)
Reikningshefti (ekki gorma), ath. að hafa heppilega rúðustærð, alls ekki of smáar
Plast/teygjumappa fyrir ensku
A4 möppu með götum (helst tveimur) og hörðum spjöldum, í hana á að setja götuð blöð og nýtist hún í öllum námsgreinum.
Trélitir
2 blýantar. Séu skrúfblýantar valdir er nauðsynlegt að blýið sé mjúkt og aukablý sé alltaf til staðar í pennaveskinu
Gott strokleður. Svörtu boxey strokleðrin eru mjög góð.Yddari,límstifti, reglustika
Fyrir 5.-7. bekk.
Harðspjaldamappa þynnri gerð með 4 götum, teygjumappa, plastmappa.
A4 gormastílabók,
4 stk. A5 stílabækur,
A4 reikningshefti með litlum rúðum,
Í pennaveski þurfa að vera blýantar, strokleður, reglustika, gráðubogi, hringfari, penni, yddari og vasareiknir með kvaðratrót og % .
Nýtið eldri bækur sem ekki eru fullskrifaðar og möppur sem þið eigið frá því í fyrra. Hafið samband ef eitthvað er óljóst.