Samningur við Landbótafélag Gnúpverja
Þann 4. maí síðast liðinn kom Bjarni Másson fyrir hönd Landbótafélags Gnúpverja með samning um landbótarverkefni á vegum Þjórsárskóla. Samningurinn hljóðar upp á samkomulag um að félagið og skólinn hjálpist að við landbótaverkefni. Landbótafélagið leggur til þá vélavinnu og þær heyrúllur sem þarf vegna landbótaverkefnisins sem Þjórsárskóli og Landgræðsla ríkisins vinna að. Yfirstandandi verkefni er uppgræðsla á Skaftholti. Það er svæði sem hreppurinn úthlutaði skólanum.