Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum með flutningi á fjölbreyttu efni. Nemendur sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni, lásu ljóð eftir hann, lásu frumsamin ljóð og fluttu leikþætti. Eldri nemendur fluttu leikþátt eftir sögunni Stúlkan í turninum eftir Jónas og yngri nemendur fluttu frumsaminn leikþátt sem var saminn út frá bókum Gerðar Kristný m.a. um ballið á Bessastöðum. Yngri nemendur sungu lag og texta úr samnefndum söngleik og eldri nemendur sungu um íslensku sem okkar mál. Vel var mætt af gestum í tilefni þessa og nemendur stóðu sig frábærlega.