Fræðsludagur
Jóhannes og Ólafur frá Skógrækt ríkisins komu í skólann á miðvikudag og fræddu starfsfólk um nýtingu skógarafurða til húsagagnagerðar. Allir bjuggu til bekki eða koll og fóru með heim í lok dags. Á fimmtudag var nærsamfélaginu og fagfólki úr öðrum skólum boðið upp á fræðslu um samstarf skólans við Skógrækt ríkisins. Frætt var um samstarfið og hvernig skóli og skógur vinna saman og sækja hvorn annan heim. Boðið var upp á að gera bekk, koll, ausu, sleif, skeftun áhalda og eldun pizzugreina. Drukkið var kakó og ketilkaffi. Jafnframt voru starfsmenn skólans að miðla reynslu sinni af verkefnum í skóginum og útskýra forsendur og rök fyrir skógarkennslu. Hér er samhentur hópur sem miðlar fúslega til annarra því góða starfi sem unnið er. Þátttaka var mjög góð eða um 30 talsins og skólalóðin iðaði af lífi.