Handstúkur
Eitt þeirra verkefna sem 4. bekkur hefur tekið sér fyrir hendur í vetur er að prjóna handstúkur. Nemendur hafa fengið að hanna þær alveg frá grunni. Þeir völdu stærð og liti. Þannig að útkoman var mjög ólík. Sumar voru stuttar, aðrar langar, enn aðrar þröngar o.s.frv. Algengt hefur verið að hafa tölur á handstúkum. Nemendum var því gert að hanna sínar eigin tölur í smíði úr skógarefni. Þetta gaf þeim líf og fjölbreytileikinn varð ennþá meiri. Flestir nemendur eru núna búnir að prjóna sínar stúkur og eru komnir vel á veg með að sauma saman og festa tölurnar á. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt samþættingarverkefni þar sem skógarvinna, smíði, hönnun og textílmennt fara saman. Þetta tókst mjög vel og stefnt er að fleiri slíkum verkefnum. Ingibjörg María og Bolette hafa unnið þetta verkefni saman.