Raddir barna

Raddir barna

Í tilefni af degi íslenskrar tungu og alþjóðlegrar athafnaviku verður haldið málþing barna í Þjórsárskóla á mánudag. Allir nemendur skólans munu tjá skoðun sína á ýmsum málefnum sem brennur á þeim. Yngstu nemendur skólans tala styttra þannig að helstu framsöguerindin verða í höndum eldri nemenda. Það er 7. bekkur sem setur málþingið og flytur ljóð sem upphaf að ferlinu í stóru upplestrarkeppninni í árgangnum. Síðan flytja allir árgangar sitt mál. Að loknu málþingi verður selt kaffi/djús og kaka í fjáröflun fyrir vorferðir eldri nemenda. Það eru nemendur og foreldrar sem sjá um veitingarnar sem kosta 200 kr.  
Allir eru velkomnir á málþingið en óskað er eftir að foreldrar og fjölskyldur nemenda komi og heyri skoðanir krakkanna. Skólanefnd og sveitarstjórnarfólki Skeiða- og Gnúpverjahrepps er sérstaklega boðið að koma í þetta skipti og hlusta á raddir barnanna í sveitarfélaginu. Málþingið hefst kl. 16:00.